Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Borgaði einhver í alvörunni?

Eða voru menn of hræddir við að missa þetta úr böndunum?
mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar enginn að tala um 24 milljarðana sem málið í raun snýst um?

Ömurlegu vonlausu heilaþvegnu fjölmiðlar sem heilaþvo þjóðina áfram. Þetta er bara rétt byrjunin, þessir peningar hverfa á örskömmum tíma og þá þarf að taka meiri lán.

Vanhæfa hálfvitapakk sem er að hneppa okkur og börnin okkar í þrældóm um ókomna áratugi.


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði Íslands

Sama hvað annað þau blaðra á blaðamannafundi þá stendur þarna skýrt að verið sé að gera okkur, Íslendinga ábyrga fyrir 24 milljörðum dollara.

Við mótmælum öll! 

24. Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé. Við gerum ráð fyrir að þessi þörf sé 24 milljarðar Bandaríkjadala á tímabilinu til loka ársins 2010. Þar af eru um 19 milljarðar vanskil vegna skulda yfirteknu bankanna þriggja, svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum, en afgangurinn er sjóðsþörf að fjárhæð 5 milljarðar Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að 2 milljarðar Bandaríkjadala fáist með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem skilur eftir afgangsfjárþörf er nemur 3 milljörðum Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að þetta bil verði brúað með tvíhliða lánssamningum og munum ljúka viðræðum þess efnis áður en stjórn sjóðsins tekur mál okkar fyrir. Mat á því hvernig gengur að mæta fjárþörf okkar verður hluti af ársfjórðungslegum endurskoðunum okkar og sjóðsins.

þskj. 189 # frumskjal forsrh., 136. lþ. 161. mál: #A fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum # þál. 


mbl.is Fjármögnun viðbótarlána tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi hlustar einhver á manninn

Það er einmitt næsta öruggt að peningarnir munu hverfa, svipað eins og allir hinir peningarnir sem enginn virðist vita hvað varð af.


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel tímasett frétt

Hvað ætli mogginn sé búinn að liggja lengi á þessari og bíða eftir að vanti að segja eitthvað neikvætt um Rússa? Varla voru þeir að frétta þetta í dag? Kannski strax í september en engin þörf á að birta hana fyrr en núna? 

Eitt af þessu sem við munum aldrei vita. 


mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri lygar?

Afhverju ættum við að trúa þessu liði núna? Kannski eru þetta 150 milljónir, það væri í stíl við lygasúpuna sem dælt hefur verið á okkur undanfarið!

Burt með þessa vanhæfu stjórn, við viljum KJÓSA! 

kjosa.is


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir kostir í stöðunni, fáránlegt að einblína á eina leið þegar við höfum enga samningsaðstöðu!

Það er til fullt af öðrum leiðum:
*Taka einhliða upp einhvern gjaldmiðil, eigum nógan gjaldeyri til þess.
*Neita að borga lánin þegar okkur er stillt upp við vegg án samningsaðstöðu. Síðar þegar við höfum náð áttum þá förum við í samningaviðræður um hvað og hvernig sé eðlilegt að við borgum.
*Efla íslenska matvælaframleiðslu og verða eins sjálfum okkur nóg og við getum. Við eigum heitt vatn, við eigum rafmagn og við eigum hugvitið og djörfungina.
*Hóta að segja okkur úr öllum vestrænum samböndum og fara í viðræður við Kínverja og Rússa, vesturlönd eru augljóslega ekki vinir okkar, spurning hvað þau geri ef við gerum okkur líkleg til að sýna eðlileg viðbrögð við árásum þeirra.
*Ekki láta þvinga okkur til að gera börnin okkar að þrælum!

Hvort viltu frekar: Vera frjáls og fátækur í nokkur ár eða að vera fátækur þræll IMF í einhverja áratugi?

Plottið virðist vera:
1. Láta okkur taka lán með a.m.k. 19 skilyrðum sem við megum ekki vita hver eru.
2. Einkavæða og selja til útlanda allar okkar auðlindir (fisk, orku og hugsanlega olíu).
3. Bjóða okkur annað lán á verri kjörum þegar kemur að gjalddaga á hinu, við munum ekki eiga neinna kosta völ.
4. Endurtakið 3 eftir þörfum.

Ekki gleyma því að við verðum þar að auki mun færri eftir til að borga þetta lán.

Viljum við vera orkuframleiðsluþrælanýlenda um ókomna áratugi?


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum ekki þetta lán

Það er til fullt af öðrum leiðum:
*Taka einhliða upp einhvern gjaldmiðil, eigum nógan gjaldeyri til þess.
*Neita að borga lánin þegar okkur er stillt upp við vegg án samningsaðstöðu. Síðar þegar við höfum náð áttum þá förum við í samningaviðræður um hvað og hvernig sé eðlilegt að við borgum.
*Efla íslenska matvælaframleiðslu og verða eins sjálfum okkur nóg og við getum. Við eigum heitt vatn, við eigum rafmagn og við eigum hugvitið og djörfungina.
*Hóta að segja okkur úr öllum vestrænum samböndum og fara í viðræður við Kínverja og Rússa, vesturlönd eru augljóslega ekki vinir okkar, spurning hvað þau geri ef við gerum okkur líkleg til að sýna eðlileg viðbrögð við árásum þeirra.
*Ekki láta þvinga okkur til að gera börnin okkar að þrælum!

Hvort viltu frekar: Vera frjáls og fátækur í nokkur ár eða að vera fátækur þræll IMF í einhverja áratugi?


mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndafréttafölsun

Fyrir þá sem ekki voru á svæðinu þá er rétt að benda ykkur á að mótmælendur á Austurvelli voru á öllum aldri, í raun blandaðasti hópur sem ég hef séð í mótmælum síðan við gengum með Ómari um árið.

En mbl.is fær hrós fyrir mjög vel framkvæmda fréttafölsun með myndum.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband