Engin ástæða fyrir táragasi

Alveg fáránleg aðgerð. Við vorum að tromma og syngja en ekki vottur af ofbeldi hvar sem ég kom. Hver er tilgangurinn með svona? Hefði ekki verið miklu eðlilegra að leyfa fólkinu að mótmæla?

Þetta kallar bara á meiri reiði og ofbeldi sem lögreglan ber mesta ábyrgð á!


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Sagan sagði í gær að flytja hefði þurft piparið frá Ak því það væri búið í Rek.

Er þetta ekki bara varðabirgðirnar. En í mörg ár hefur ekki verið notað alvöru táragas til að klást við mótmælendur í vestur evrópu heyrði ég frá lögreglumanni eftir mótmælin við lögreglustöðina fyrir jól. Og að þetta væri fornaldarúði sem er löngu skilgreindur sem stórhættulegur.

Vilberg Helgason, 22.1.2009 kl. 01:05

2 identicon

Algjörlega sammála!!! Þetta er bara eins og að hella olíu á eld! Hvað halda þeir eiginlega að gerist? Að fólk bara tölti þægt og gott heim á leið oggefist upp?! Fólk er orðið svo reitt að þetta bara espar upp og magnar reiðina!!! Frétti meira að segja að lögreglan sé að hugsa um að kalla eftir aðstoð norska hersins! Hvað gerist þá?!

Heiða (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Guðmundur Margeir Skúlason

Það er ríkisstjórnin sem ber ein ábirgð á þessu! Ekki að það eru löggur þarna sem neyðast til að vinna langan vinnudag og eru orðnir þreyttir og pirraðir sem er skiljanlegt líkt og mótmælendur. En eins og ég hef sagt í bloggi mínu að það eru lögreglumenn þarna sem frekar vildu vera að mótmæla en að sinna sínu starfi! En það eru víst einhverjar spilltar löggur þarna líka sem eru í lögguleik. Svo veit ég ekki hvernig það atvikaðist með gangstéttarhelluna sem lögreglumaður fékk í sig.

Guðmundur Margeir Skúlason, 22.1.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Áffram mótmæli!

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 01:11

5 identicon

ekki reyna leika ykkur svona saklaus það voru örugglega einhverjis sem voru að gryta lögregluna í í gær dag og í kvöld við hverju bjost folki eiginlega við. að lögreglan mundi bara fara g láta ykkur i friði. sorry en þið sem voru að mótmæla gengu alltaf langt og sorry hef enga samhúð með ykkur það var margt buið að vara ykkr við

hilmaro (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:17

6 identicon

Lögreglan er bara svefnlaus og drulluþreyttá þessum unglingakommahaugum, svona mótmæli eru bara hallærisleg á Íslandi, passar ekki, minnir helst á lélega uppfærslu á söngleik í grunnskóla. Ekkert nema aulahrollur.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:18

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Kjafti hvítliði

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 01:23

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

margar hvíliðableyður og tröll á ferðinni í nótt.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 02:35

9 identicon

það byrjaði að rigna grjóti eftir að löggan reindi að handtaka einn úr hópnum, grjótkast er óafsaknlegt og á eingan rétt á sér. þeir voru hinsvegar svo gott sem búnir að tæma bílastæðið þar sem þetta geriðst(h.meigin við alþingið) með kilfum og meisi og allt var að róast þegar þeir byrja að spreingja tára gas fyrir framan alþingið þar sem allt var með rólegra móti, þetta skil ég ekki að nota tára gas þegar all er að róast niður.

bjöggi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband