Austurvöllur á morgun - Stjórnina burt - Berjum gjöll og blásum í lúðra - Láttu það ganga!

Skítt með það hvað Hörður Torfa sagði eða sagði ekki, þetta eru EKKI mótmælin hans, þetta eru mótmælin okkar, mótmæli íslensku þjóðarinnar!

Mætum með gjöll og bumbur, lúðra og raddir og breytum Austurvelli í tónleikahöll þjóðarinnar!

Hættum kl. 20 til að blanda ekki saman djammi og mótmælum!

Ef nógu margir mæta á morgun og hinn þá er ríkisstjórnin sprungin!

Ekki treysti ég þeim til að standa við neitt sem þau segja, það er engin trygging fyrir kosningum nema þau fari!


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hippastelpa

Mér er alveg sama hvað Hörður Torfa segir eða gerir. Hann talar ekki fyrir mig og hefur aldrei gert. Ég mæti gallhörð í baráttuna gegn spillingunni á morgun. Með sleifina á lofti.

Hippastelpa, 23.1.2009 kl. 23:06

2 identicon

Nenniði plís að hætta kalla þetta "mótmæli íslensku þjóðarinnar" eða segja að þið séuð að gera þetta í nafni þjóðarinnar.  Vegna þess að það finnst mér vera einræði... tjaaa eða fáræði.  Þið eruð þarna yfirleitt á bilinu 1500-2500 manns og þykist tala fyrir hönd 320.000 manna þjóðar.   Þarf einhvern stærðfræðing til þess að átta sig á ruglinu?

Joseph (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: corvus corax

Það þarf greinilega meiri stærðfræðing en Joseph til að átta sig á því að ítrekaðar skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti ríkisstjórninni og spillingunni sem henni fylgir. Síðustu kannanir sýna að andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru komnir upp í 75 prósent sem þýðir að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar eru á móti stjórninni en aðeins einn fjórði hlynntur henni. Það segir okkur mjög skýrt og skorinort að mótmælendur tala fyrir meirihluta þjóðarinnar. Þetta eru sannarlega "mótmæli íslensku þjóðarinnar" svo lýðræðinu sé nú haldið til haga. Eitthvert helvítis holtaþokuvæl í einstaka sjálfstæðisaula eins og Joseph breytir engu um það.

corvus corax, 24.1.2009 kl. 04:53

4 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Þú þarna "Corvus" .. þú segir þrír fjórðu á móti stjórninni .. má þá ekki ætla að amk. hluti þessar 25% sem eftir styðji hana?
Er því fólki ekki frjálst að tjá sig?
Er það fólk alveg sjálfgefið aular og sjálfstæðismenn ?? (stjórnin er skipuð samfylkingarfólki líka ef einhver man eftir því orðið)
Dettur engum í hug að sjálfstæðismönnum eins og samfylkingarfólk vilji breytingar líka ??

Fer alveg ferlega í taugarnar á mér þegar nafnlaust fólk er að drulla yfir þá sem hafa aðra skoðun það með fúkyrðum og alhæfingum sem geta aldrei átt við rök að styðjast þar sem viðkomandi getur ekki þekkt alla þá sem hraunað er yfir.

Eggert J. Eiríksson, 24.1.2009 kl. 06:06

5 identicon

Hvarflar ekki að mér að mæta í þessi mótmæli og vinsamlegast ekki halda að þið  - þessi fámenna klíka - sem standið að þessum mótmælum ásamt Herði Torfa hinum ósmekklega,  séuð að gera þetta í mínu nafni.

Sólveig (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:35

6 identicon

Ef aðstandendur "Radda fólksins" væru samkvæmir sjálfum sér og hefðu snefil af sjálfsvirðingu, mynduð þið krefjast þess að Hörður Torfa kæmi ekki nálægt mómælunum eða neita að mæta ella.

En nei... það að axla ábyrgð er bara fyrir hina, eða hvað?

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband