Jóhanna hittir naglann á höfuðið

„Þá liggur það fyrir, að það kemur ekki til mála að þjóðin sjálf hafi beina aðkomu að stjórnlagaþingi og fjalli þar um mál sem þingið hefur oft á tíðum ekki getað fjallað um, eins og kjördæmaskipan og kosningalög," sagði Jóhanna.

Rétt að nefna fyrir þá sem lesa hratt að Jóhanna er þarna að lýsa afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þess að þjóðin hafi eitthvað um sín eigin mál að segja :)


mbl.is Pukrast með breytingar á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held Geir sé frekar að meina að löng frumvörp og ákvarðanataka sem er ekki í einum eða tveimur liðum heldur í löngu og erfiðu máli sé erfitt að framkvæma af þjóðinni allri.  Það þýðir að fólk mun verða kosið á stjórnlagaþingið til að klára stjórnarskrána fyrir þjóðina er það ekki?  Er ekki verið að fara að hreinsa til á Alþingi eftir mánuð og þjóðin fær tækifæri til að kjósa þar inn glænýtt fólk?

Það er ekki búið að setja fram alvöru útskýringar af hverju þarf að kjósa tvisvar á árinu fulltrúa til þess að klára þetta mál.  Fólk gleymir stundum að á meðan landið er á hausnum, lítill peningur til að standa straum af nauðsynjum eins og menntun og heilbrigðiskerfi er verið að tala um að setja nýjar 300 milljónir í stjórnlagaþingið.

Ég vona að fólk gleymi heldur ekki að venjan sé sú að svona ný verkefni ríkisins sem engin reynsla er fyrir fara alltaf langt langt fram úr kostnaðaráætlun.  Ef stjórnlagaþingið kostar undir 500 milljónum tel ég það gott miðað við 300 milljóna kostnaðaráætlun.

 Mér finnst allt í lagi að koma með hugmyndir um útfærslu á hvað stjórnlagaþing eigi að gera.  Hver svo sem ákvörðunin verður, er allavega búið að kasta boltanum fram og til baka og ræða um það áður en þjóðin verður látin éta enn einn bitann sem erfitt er að kyngja.

Kaninn (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband