En 2005? 2004? 2003?

Það er lágmarkskrafa að fjárreiður allra stjórnmálaflokka, starfsmanna þeirra sem stjórna og taka ákvarðanir og allra frambjóðenda verði galopnar á vefnum í stöðluðu og skiljanlegu formi! Með staðfest afrit af bankayfirlitum með.

Við verðum líka að fá staðfest og endurskoðuð afrit af bókhaldi allra flokkanna minnst 10 ár aftur í tímann.

Eins og staðan er núna þá eru okkur sagðar einhverjar tölur og það virðast allir taka þær trúanlegar. Athugið að þessar tölur eru í mörgum tilvikum að koma frá fólki sem laug og laug sannanlega að þjóðinni í marga mánuði (ár?) fyrir og eftir bankahrunið.

Afhverju ættum við að trúa þessum tölum? Og hvað er það við 2006 sem gerir það að einhverju töfraári? Trúa menn því virkilega að það hafi verið eina árið sem flokkunum var mútað?

Ef það á að vera einhver möguleiki á því að þjóðin geti treyst stjórnmálamönnum aftur þá verða öll gögn sem varða fjárreiður flokkanna, beint og óbeint að vera aðgengileg allri þjóðinni á opnum vef.


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband